Uppreisnarseggir, frumkvöðlar, leiðtogar, framsýnir, metnaðarfullir og ákveðnir...
VILLINGUR
einkatímar með Anítu Sig fyrir kraftmikið fólk sem nennir ekki að þvælast fyrir sjálfum sér lengur og vill upplifa meira núna!
Uppreisnarseggir, frumkvöðlar, leiðtogar, framsýnir, metnaðarfullir og ákveðnir...
Svona í alvöru... þetta er hrikalegt
Og þú veist ég hef rétt fyrir mér... smá brjál kannski að þú af öllum, þessi sem er alltaf skrefinu á undan öðrum af því meðalmennskureglurnar gilda svo sannarlega ekki fyrir þig. Að þú af öllum skulir ennþá tipla á tánum í kringum allt sem þú ert, drulluhrædd við hleypa villidýrinu lausu.
Með allt sem er svo skammarlaust og djúsí læst í 'einhvern tímann' boxinu... þú veist, galdrana, villinginn og vesenið á meðan þú leyfir bara hæfilega skammta af innri krafti, ástíðu og tilgang svo þú ruggir nú ekki bátnum of mikið.
Enn að feta veginn sem er ætlast til. Enn að þykjast að vera frekar normal, en samt ekki ...úff
Það er ekki eins og þú getir verið of mikið af öllu... það væri gjörsamlega stjórnlaust
Þú verður að halda í eitthvað smá normal til að dempa aðeins brjálæðið... er það ekki?
Förum útfyrir boxið, en samt innan ákveðins ramma... því, þú veist... þú ert leiðtogi og algjörlega einstakur karakter... en samt... þú ert fagmanneskja og fólk ber virðingu fyrir þér með alla þína hatta og hlutverk. Þú ert með fólk sem lítur upp til þín... ekki rétt?
...og jafningja sem fylgjast vel með
...og aðdáendur sem vilja vera eins og þú, apandi eftir þér jafnvel, með einhverja útþynnta útgáfu
Í alvöru…
Við eigum það til að sannfæra okkur um alls konar þvælu… við villingarnir
Trúandi því að við þurfum að tikka í miðlungsboxin þegar við erum fædd til skara fram úr á okkar einstaka hátt... þegar við erum fædd til að gera hlutina öðruvísi... til að vera villingar
Við erum fædd til að vera í fararbroddi… kjarninn í öllu… þau sem breyta leiknum og búa til ný norm
Við erum fædd til að vera allt og upplifa allt með allar stillingar á max
En svo gleymum við reglulega hver við erum og minnkum okkur í meðalmennsku, eins og það sé bara allt í lagi og allt í góðu... ég meina, aðrir eru það
Og svo förum við að kópera reglubók miðaldra andskotana, algjörlega ómöguleg að drepast úr leiðindum vel stílíseraðrar tilveru
Virðulega staðan, árangurinn, Gucci beltið og vísitölufjölskyldan gætu litið út fyrir að vera æðislegt fyrir venjulegt fólk… EN ÞÚ ERT EKKI VENJULEGT FÓLK, ER ÞAÐ NOKKUÐ??
Þitt stærsta markmið í lífinu er varla fínpússuð gollutilvera með vikulegu kynlífi á miðvikudögum kl 22, er það nokkuð?
FOKK NEI!
Þegar þú ert aðalatriðið
En hérna ertu, vel greind, þessi magnaða vera, einstök á allan hátt en nei... þú kýst að þynna út allan galdurinn
Þú kýst að pússa niður allt sem er áhugavert, athyglisvert og algjörlega einstakt til að passa betur við einhvern ímyndaðan mælikvarða á árangur og hamingju
Þú kýst að afneita villingnum
Af hverju í andsk leyfir þú þetta? Eins og miðlungs hafi einhvern tíma verið heillandi? Hluti af hjörðinni?
Vitandi að þú ert með ALLT sem þarf… þegar þú ert aðalnúmerið… vitandi að það er svo mikið meira innra með þér
Eins og leyndarmál sem þú segir aðeins nánustu vinum
Og samt er þetta það sem þú elskar við þig… það sem þú veist að þú komst til að vera... það sem þú ert stolt af... það sem fær hjartað til að slá aðeins hraðar en þú leyfir aldrei alveg
Þú ferð að gleyma hver þú ert… dettur í drama eins og þú sért ekki algjör badass villingur
Og í leiðinni kæfir þú getuna til að skapa það sem þú þráir mest að upplifa í lífinu… þú verður svo viðeigandi eitthvað, eins og villingurinn sé það ekki
Fokk nei… ég þori að veðja að þú gleymdir líka hvað þú ert se*ý
Ef þú tónar þig niður, þá slokknar ástríðan, það er bara þannig
Og þú setur ansi þungt þak á stóra tilganginn í lífinu
Eins og það sé allt í gúddí að gefa lífinu sem þú þráir fokkputtann af því þú elskar flatari og leiðinlegri útgáfuna af þér svoooo mikið
Og þú skilur ekkert af hverju...
Why? Þegar þú getur valið óþekkt… og dansa eins og brjálæðingur... og það óvænta… þegar þú getur valið kraftinn sem brennur í hjartanu… þegar þú getur valið að vera allt sem þú ert… þegar þú getur valið ástríðu og tilganginn með þessu öllu saman
Þegar þú hefur sýnt þér aftur og aftur að þú getur allt sem þú einsetur þér að gera
Þú ert alltaf í fararbroddi
Þú gerir alltaf þetta extra… þú gengur í hlutina… og afkastar meira en flestir án þess að leggja mikið á þig
Þú ert eldmóðurinn sem allir vilja hafa
Þú hefur náð árangri… ert með góðan lista af flottum afrekum
En samt… þú leyfir þér aldrei fullt frelsi og ert alltaf smá á bremsunni
Og það eyðileggur allt
Svo þú efast og finnst þú reglulega ekki vita neitt um neitt
Þangað til þú leyfir allt sem er innra með þér..
Þangað til þú leyfir galdurinn og brjálæðið..
Þangað til þú leyfir það sem þú komst hingað til að vera..
Þá verður þú aldrei sátt
Og lífið verður stanslaus leit að einhverju sem lætur allt smella
En í hjartanu veistu... að án þess að smella þér í þinn farveg..
..þá nærðu aldrei að vera þessi klikkað frjálsa og kraftmikla manneskja sem í þér býr, heldur múrar þú þig fasta í öllu því sem þú heldur að þú 'eigir' að gera eins og allir aðrir í leit að þessu fullkomna sem slær í gegn
..og þú festist í að fínpússa þig í von um að verða meira þessi sem býr í hjartanu... slípar kantana og vinnur í veikleikunum í kolrangri atlögu að þínu besta sjálfi sem verður aldrei þitt besta sjálf heldur fullkomlega uppskálduð útgáfa af einhverjum sem þú heldur að þú eigir að vera⠀⠀
Og þá kannski mun fullkomni skjólstæðingurinn elska þig, fullkomnu kúnnarnir, teymið, vinnufélagarnir, elskhuginn og pottþétt allir á Insta... and það verða ekki þínir fullkomnu... og lífið alveg óvart fer að snúast um að þjóna einhverju hlutverki fyrir alla aðra heldur en þig
Það villta, galdurinn og vesenið... þangað til þú leyfir allt sem þú ert, þetta allt sem þú hræðist að þú púllir alls ekki, þá mun ekkert fullkomið af einu eða neinu sýna sig
Reglubók hjarðarinnar á ekki við… því þú veist, að með því að vera allt sem þú ert... þá mun heimurinn spegla það tilbaka
Þegar þú ert búin að fá nóg af því að velja það sem þú heldur að þú eigir að vera...
Þegar þú ert búin að fá nóg af því af hlutverkum sem eru alls ekki spennandi...
Þegar þú ert búin að fá nóg af því að fá ekki, hafa og baða þig í öllu sem eldurinn í hjarta þínu gargar á...
Villingur og uppreisnarseggur sem kveikir innri kraft, ástríðu og eld í sál þeirra kraftmiklu til að vera allt sem þau komu til að vera, fyrir ástríðu, fyrir litríkt líf og stóru draumana
Innri kraftur, ástríða og stóru draumar villileiðtoga er mitt allt sem ég er. Villingur eins og þú, fædd með köllun sem rennur eins og eldur um æðar. Já, já... smá dramatískt en samt rétt. Sem sérfræðingur í leiðtogasálfræði með gráðu í stjórnun, leiðtogafræði og viðskiptum, má segja að mitt anda inn, anda út sé að smella athafnaskáldum og skapandi fólki í sinn uppáhalds gír.
Það sem ég hef alltaf gert og mun alltaf gera í einhverju formi
Að hleypa villidýrinu lausu… að lifa galdurinn
Að vera sendiboði innri krafts, ástríðu og stóru atriðanna í lífinu
Að vera tíðnin og baða mig í nornaseiðnum
Alltaf leiðtoginn… alltaf að hrista up í hlutunum… alltaf að brjóta reglurnar… að læra af reynslunni og ótalmörgum mistökum… en hver er svo sem að telja... :-)
Eins og þú, þá er ég með þennan auka drifkraft sem vill þetta extra… að fara lengra
Þörfin fyrir dýpt og breidd... bara meira af öllu... takmarkaleysið
Að sjá hvað við erum fær um að skapa, finna og upplifa
Og velta stundum fyrir mér hvort ég sé gjörsamlega galin... og vona um leið ég sé það... af því miðlungs og venjulegt er dauði alls, þú veist
Og já þú ert það… galin á besta mögulega máta... algjörlega brjáluð eins og allir aðrir sem lifa lífinu lifandi
M.Sc. Leadership Coaching Psychology
B.s. Management & Leadership
Leiðtogaráðgjafi fyrir kraftmikið og skapandi athafnafólk
Heilari og galdrakerling
Jógakennari og hópatímaþjálfari í fitness
Með alls konar skírteini sem lúta að heilsu, vellíðan, kroppatamningum og kosmísku nornaveseni
Verðandi 'women's strength training specialist'
VILLINGUR... einkatímaupplifun þar sem allt vesen um að vinna í vanköntum og þinni bestu útgáfu víkur, því frjáls og kolbrjáluð, smellur þú fullkomlega við stóru draumana
Það sem áræðnir frumkvöðlar, skapandi athafnaskáld og leiðtogar leiðtoganna gera þegar óþolið fyrir að spila nokkrum númerum minni en hjartað segir er komið að suðupunkti
Jafnvel ef...
Jafnvel ef, og sérstaklega ef þú hefur grafið það sem þú í raun og veru vilt undir allskonar af öllu sem þú ættir að klára fyrst, vinna í og finna út úr og verða, áður en þú dirfist að spila stórt
Jafnvel ef, og sérstaklega ef þú ert alveg búin á því, eldmóðurinn löngu týndur og gætir ekki hysjað þig upp af rassinum þó þér væri borgað fyrir það... hvað þá að vera einhver villingur að gera flotta hluti
Jafnvel ef, og sérstaklega ef þú ert algjörlega masó núna með svipuna á bakinu, ofhugsandi af hverju þú af öllu fólki sért á kafi í sjálfsefa, að læðast um í krakkadeildinni af því allir aðrir eru meira með'etta en samt ekki því þú veist þú ert betri
Af því áður en þú veist af, verður þetta minning og þú aftur orðin hot AF... og gott betur
VILLINGUR er akkúrat það sem þú vilt til að stara niður efann og eigna þér allt sem þú ert
Akkúrat það sem þú vilt til losa þig undan sögunum sem þú hefur leyft að handjárna þig gegnum árin og vera frjáls, villt og ómótstæðileg í öllu sem þú gerir
Þrátt fyrir allar afsakanirnar sem þú hefur notað til að halda aftur þér í stað þess að eigna þér stallinn
Þrátt fyrir allar lygarnar sem þú hefur notað um þetta og hitt sem þú þarft að verða áður en þú getur verið sú sem þú ert
ÞÚ.ERT.NÚ.ÞEGAR.
og NÚNA er fullkomlega rétti tíminn
Þú þarft ekki að grafa upp allt sem einhver hefur gert á þinn hlut frá fæðingu og kynda undir hvert það drama sem mögulega gæti verið að fokka í þér. Þú ert löngu komin yfir svoleiðis vesen
Þú þarft ekki heldur að eyða tíma í tilgangslausar æfingar og ritúala eða visúalisera, setja smart markmið, víbra á fullkominni tíðni eða hlusta á endalausar sögur annarra sem gera ekki rass fyrir þig
Og þú getur verið 100% viss um að ég mun aldrei ráðleggja þér að gera eins og hinn eða þessi sem meikaði það... ÞVÍ ÞETTA ER ÞÍN EINSTAKA VEGFERÐ
til fjandans með allt sem þú hefur umborið, samþykkt og leyft sem hefur kæft þig, bundið niður og lækkað í þér á einhvern hátt
... því í fullri alvöru, það skiptir engu andsk máli lengur. Núllpunkturinn er þar sem þú ÁKVEÐUR!!
Þú munt brenna hömlurnar og EIGNA ÞÉR HVERSU STÓR ÞÚ ERT, villti mofo leiðtogi leiðtoganna og kanónan sem þú hefur alltaf verið
Þú munt kveðja allt óáhugavert, hamlandi, tefjandi og í alla staði glatað fyrir allt sem þú ert og hlægja að þeim tímum sem þú leyfðir lífinu að kasta þér út af sporinu eins og þú værir ekki FÆDDUR SIGURVERARI OG MANIFESTING MASKÍNA heldur bara venjuleg miðlungsmanneskja
Þú munt tengja við þinn innri kraft og ástríðu og smella þér í þinn rétta farveg á allan hátt... hvernig þú tekst á við daginn, hvernig þú skapar þitt líf og snillinginn innra með þér þannig að þú flæðir eins og í GÓÐU ADRENALÍNRÚSSI
Þú munt leyfa allar þínar hliðar og þá meina ég það kinký, villta og undarlega ásamt öllu því sem sjálfshjálparbækurnar myndu seint kalla bestu útgáfuna. Og opna á ÞÍNA FULLKOMNU ÚTGÁFU SEM SMELLUR FULLKOMLEGA AÐ STÓRU ÚTGÁFU LÍFS ÞÍNS
Þú munt sleppa öllum takmörkuðum hugmyndum um hvað það þýðir að vera hátt víbrandi skapari, leiðtogi, athafnamanneskja, sigurvegari og all around frábær villingur og uppgötva að engin árangurstaktík eða hugmynd um bestu útgáfuna toppar sprengikraftinn sem losnar þegar þú leyfir þér að vera algjörlega þú; það góða, það slæma og það sem þú hefur hingað til falið þegar kemur að því að vera tengd, stillt inn á og skapandi eins og mofo í kosmósinu... þetta er kreisý kúl, ég veit
LEIÐTOGAÞRÓUN FYRIR LENGRA KOMNA
af því þú ert komin lengra
Ég tek því ekki rólega. Ég nenni ekki dútli. Og ég geri ekkert sem ekki virkar. Af því þú átt það bestu, hraðvirkustu og kraftmestu aðferðirnar skilið. Aðferðir og nálgun sem hæfa þeim sem hata hænuskref og kraftmiklum sem kæra sig ekki um óskrifaðar hjarðreglur. Við tökum ekki skref fyrir skref. Og við erum ekkert að reyna eða vinna okkur í áttina eins og þú sért ekki nógu góð nú þegar. Við ákveðum og stökkvum. Ókei?
Sjáðu til... leikmannamódelið sem snýst um að grafa upp þitt næsta markmið, plana hvernig þú ætlar að komast þangað og gera þig svo ábyrga fyrir því að halda þér á beinu línunni er ekki mér að skapi. Og... það sem meira er, ef þú ert harðákveðin að taka skref-fyrir-skref hægferðina þá velti ég fyrir mér af hverju þú ert ennþá hér.
Þegar þú segir fokk já. Þegar þú segir JÁ við að standa upp og VERA ALLT SEM ÞÚ ERT, stærri en stór og litríkari en allt sem er... þá fer tíminn að skreppa saman. Þú skapar framtíðina í núinu og tekur stökk.
OG ÞAÐ ER FOKK JÁ ALLA LEIÐ!!!
ANITA SIG
SHENANIGANS
FOLLOW ME
© Copyrights by Anita Sig. All Rights Reserved.